Rauðu Real Madrid spjöldin

Það fór líklegast fram hjá fæstum sem fylgjast með fótbolta að í leik Ajax og Real Madrid í næst síðasta leiknum í riðlakeppninni í Meistaradeildinni tók Márihinnihó þá ákvörðun að láta tvo af leikmönnum sínum sem voru með gult spjald á bakinu fá viljandi rautt spjald. Þetta gerði hann til að þeir tækju út bannið sitt í síðasta leiknum í riðlakeppninni í staðin fyrir að eiga á hættu að vera í banni í 16-liða úrslitum. Þetta er þannig séð ekki ólöglegt en svo siðlaust er þetta að það fjölgar líklegast í helvíti. Það eru nokkrir kostir í stöðunni fyrir FIFA.

1. Gera ekki nokkurn skapaðan hlut. Sem þýðir að fleiri lið fara að gera þetta og þar með skemmir þetta knattspyrnuna.

2. Setja fordæmi og setja þessa 2 leikmenn í 2-3 leikja bann þar sem þetta var eins greinilegt og það gerist.

3. Gera ekkert sýnilegt. Hins vegar reka þessa leikmenn báða af velli í 16-liða úrslitum fyrir lítið sem ekkert. T.d. væri hægt að reka þá af velli ef annar hvor þeirra tekur aukaspyrnu. Meta það þannig að þeir líklegast vilja fá rautt spjald í hvert skipti sem þeir taka aukaspyrnu.

Hvað segið þið. Hvað finnst ykkur rétt að gera?

0
Posted on 26. November 2010 by Árni Torfason