Horizon skann og mannstaska

Sigurjón skrifaði um að hann hefði keypt sér hliðartösku og það voru ekki lengi að koma tvö komment frá tveimur sem greinilega eru í einhverjum vandræðum með kynhneigð sína. Haf jafnvel verið að kyssa stráka í gær, jafnvel hvor annan, og haldið að með því að gera grín að glæsilegri tösku hans sigurjóns þá myndi enginn fatta þetta. Allavega hef ég átt svona tösku síðan ég keypti mér glæsilega Lomography Sidekick tösku í London í fyrra eða fyrr á þessu ári. Man ekki alveg.

Hugsaði þetta aðallega til að geta verið með ef maður er einhvers staðar á röltinu að taka myndir. Eru hólf fyrir lomo og filmur og svo nýtist þetta vel sem taska fyrir fartölvu. Vildi bara koma þessu á framfæri að ég er stolltur að eiga “Man’s Bag”.

Annars var ég að skanna inn nokkrar myndir sem ég tók á Airwaves á Horizon Perfekt vélina mína. Getið tjékkað á þeim á Flickrinu.

Svo er Auður búin að henda inn slatta af Airwaves inn á flickrið sitt. Getið tjékkað á þeim hérna.

Hérna er ein af þeim hressari að mínu mati:

0
Posted on 28. October 2007 by Árni Torfason