Wayne Ferguson og samsæriskenningarnar

Það hlakkaði í mörgum andstæðingum Manchester United þegar upp komu sögusagnir að Wayne Rooney væri á förum frá félaginu. Byrjaði á fréttaflutningi að Ferguson og Rooney hefðu rifist eftir að Rooney sagði að hann hefði ekki verið meiddur á ökla en Ferguson sagði að hann væri meiddur á ökla. Strax og þetta kom upp var ég með kenningu að Ferguson og Rooney hefðu ákveðið þetta í sameiningu til að færa athyglina frá Rooney og vændiskonunni yfir á rifrildi á milli þeirra tveggja. Miðað við öll plottin sem Ferguson hefur plottað í gegnum árin þá fannst mér þetta ekki galin hugmynd. Fréttir fóru síðan að berast af því að Rooney vildi frá félaginu því hann væri ekki ánægður með stefnu félagsins. Ég kom með þá kenningu að mögulega væri þetta annað plott á milli hans og Ferguson að fá aukið fjármagn til að kaupa leikmenn. Rooney segist vilja fara nema að stór leikmaður verði keyptur í janúar. Liðseigendur vilja auðvitað ekki missa Rooney þar sem hann er stórt nafn og halar inn fullt á búningasölu. Eigendur samþykkja þá að halda honum og kaupa í janúar.

Mögulega er þetta raunin þar sem Rooney skrifaði undir 5 ára samning við United.

Einhverjir eru með kenningu um að þeir hafi gert samning við Rooney til að fá gott verð fyrir hann í janúarglugganum. Við sjáum hvað setur. Eruð þið með einhverjar kenningar?

0
Posted on 22. October 2010 by Árni Torfason