Varúð. Mús.

Þessi litla mús reyndi að skella sér inn til okkar í hádeginu. Fann greinilega lyktina af pönnukökunum sem ég bakaði ekki. Grunar að músin búi undir pallinum við hliðina á okkur og núna þegar það er farið að verða kaldara úti þá ákvað hún að reyna að komast inn. Hún er held ég ekki að gera sér grein fyrir því að það býr köttur hérna. Hneta var límd við gluggann og fylgdist með henni. Er ekki viss um að músin hafi áttað sig á þessu. Mögulega var hún að þykjast vera dauð því hún var alveg grafkyrr.

Tilgangur með þessum skrifum er sá að passið ykkur að mýs komist ekki inn til ykkar í kuldanum. Er að pæla að kaupa svona hátíðnrafmagnsmúsafælu.

0
Posted on 19. October 2010 by Árni Torfason