Jólagjöfin í ár: Tónleikamyndir

Jæja gott fólk. Er að reyna að koma út síðustu myndunum sem voru á sýningunni minni Sviðsmyndir í Fótógrafí. Það eru nokkrar myndir enn til sölu niðri í Gallerí og svo er ég með einhverjar hérna hjá mér. Smellti upp smá síðu með þeim myndum sem ég er með. Stærðin á þeim er undir hverri mynd. Allar myndirnar eru límdar upp á álplötur með festingum. Þær hanga svona 1,5-2cm frá veggnum. Þannig ef ykkur vantar jólagjöf handa einhverjum þá er þetta svo mikið eðalplan að það nær engri átt. Meðal þeirra sem eru að finna á þessum myndum eru Jan Mayen, Jakobínarína, Dilana, Franz Ferdinand, Foo Fighters og Krummi í Mínus.

Þannig að ef þið þekkið einhvern sem hefur áhuga þá megið þið endilega láta orðið ganga. Ég yrði afar þakklátur fyrir það. Svo er ég líka að selja bókina mína. Getið keypt hana í Fótógrafí, Skólavörðustíg 4a, eða þá sent mér e-mail á arni@hamstur.is.

0
Posted on 6. November 2007 by Árni Torfason