Drobo getur klikkað

Eins og Drobo getur verið sniðugt fyrirbæri þá verður maður að passa sig vel að vita hvað maður er að gera. Ég er með 2x drobo-a hérna hjá mér. Einn nota ég fyrir backup fyrir óunnar myndir frá síðustu 10 árum eða svo. Síðan er ég með einn sem ég nota fyrir það sem ég er að gera akkúrat núna. Sem sagt 2010 og svo fylgir með 2009. Síðan tek ég reglulega backup af öllu saman á 2x utanáliggjandi diska. Þannig að ég á óunnar myndir alltaf á 3x stöðum.

Á sínum tíma þegar ég var að setja upp droboinn minn keypti ég mér bara 3x500gb diska til að byrja með. Droboinn var formataður þannig að hann á að þola 2TB af gögnum. Samkvæmt drobo.com þá segir að þegar droboinn fer yfir þessi 2TB þá á hann að búa til nýtt partition. Þannig að á einum drobo gætu verið 2 partition. Ég ákvað að treysta þessu án þess að treysta þessu almennilega og smellti á FORMAT sem droboinn vildi endilega gera. Í staðin fyrir að formata þetta nýja partition þá formatði hún allan diskinn og þá gat ég breytt honum þannig að hann höndli 16TB. Sem allir ættu að gera strax í upphafi.

Ég á sem betur fer backup af öllu sem var á þessum disk en ef þú treystir drobo algjörlega þá geturðu lent í veseni. Þannig að passaðu þig.

0
Posted on 7. September 2010 by Árni Torfason