Erla lenti illa í því

Það er varla talað um annað í dag en hana Erlu sem lenti í því að verið haldið í Bandaríkjunum í einhvern tíma af því að hún braut lögin. Var sem sagt of lengi í Bandaríkjunum einhvern tíman. Ég sjálfur hefði ekki tekið áhættuna að fara inn í Bandaríkin því eins og flestir vita eru Bandaríkjamenn ekkert of hressir með svona. Þannig að þetta er dálítið henni að kenna. En þessi meðferð var auðvitað ekkert of hress svo sem. En þetta er þeirra land og þeir mega víst gera það sem þeir vilja. Nýjasta nýtt er að Ingibjörg Sólrún ætlar að heimta afsökunarbeiðni fyrir hönd Erlu. Íslendingar eru fljótir að dæma. Þegar Vítisenglarnir ætluðu að koma hingað frá Noregi voru þeir stöðvaðir og hent úr landinu. Máttu ekki tala við lögfræðing og alls konar hresst. Meira að segja konunum þeirra var hent úr landinu þrátt fyrir að þær hefðu ekkert gert af sér. FalunGong hænunum var líka hent úr landi minnir mig um árið. Spurning hvort að Ingibjörg Sólrún ætti ekki að senda Vítisenglunum afsökunarbeiðni um leið og hún skrifar e-mailið til Bandaríkjanna til að krefjast afsökunarbeiðni fyrir Erlu?

0
Posted on 13. December 2007 by Árni Torfason