Kókið út fyrir Kristal Plús

Gerði tilraun í síðustu viku og það var að eiga ekki til kók hérna á heimilinu. Kaupi alltaf 33cl dósir sem er án efa besta kókið. Ef einhver reynir að plata þig og segja að kók með glerbragði sé betra þá er hann að plata þig og þú sjálfan þig ef þú heldur þessu fram. En það er önnur saga. Eina leiðin til að minnka kókdrykkjuna hjá mér var einfaldlega að kaupa ekki kók. Ef það er til kók þá er allt of auðvelt að freystast í eina og eina dós sem verða ansi margar oft yfir daginn. Ég er samt ekkert hættur að drekka kók enda væri það vitleysa. Ég varð að finna mér einhvern annan drykk til að drekka með matnum og með mögulegu kvöldnasli. Ég hef valið Kristall Plús með Appelsínu- og Blóðappelsínubragði.

kristallvskok

Átt þú við kókvandamál að stríða? Hver er aðaldrykkurinn þinn?

0
Posted on 4. December 2009 by Árni Torfason