Visir.is lætur blekkjast eða eru fyndnir

Var bent á frétt á visir.is af einum af heitustu lögfræðingum landsins. Frétt segir frá að það sé kominn trailer úr kvikmyndinni Bjarnfreðarson sem skartar hinum velkunna Georg úr Fangavaktinni, Dagvaktinni og Næturvaktinni. Þarna hefur einhver klár aðili gabbað visir.is eða þá að visir.is er að reyna að gabba þjóðina. Held því miður að visir.is sé með kúkinn í buxunum þarna. Þessa umræddu stiklu tengla þeir á síðunni og er hana að finna hér. Sannleikurinn er að þetta er ekki stikla fyrir bíómyndina heldur gamall netbrandari þar sem þú getur smellt mynd af þér og látið líta út fyrir að þú sér einhver þjóðhetja í Svíþjóð. Samanber hérna þá setti ég mynd af mér til að sýna hvernig þetta virkar. Screenshot af greininni hérna fyrir neðan.

visir-bjarnfredarson

visir-arni

Það leið ekki á löngu þangað til að visir.is áttaði sig á að þeir höfðu verið gabbaðir því að núna er Þessi grein því miður ekki lengur í birtingu. Hérna er hins vegar trailer frá Sagafilm.

0
Posted on 26. November 2009 by Árni Torfason