11 bækur fyrir jólin

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér síðustu mánuðina að henda upp bókum fyrir Sögur útgáfu. Byrjaði á ljósmyndabók og svo túristabók. Þetta eru bækurnar The Selection og Top 10 Reykjavík and Iceland. The Selection eða Úrvalið er afbragðskemmtileg ljósmyndabók þar sem Einar Falur Ingófsson valdi 13 bestu ljósmyndara Íslandssögunnar frá upphafi. Fyrsta bókin af þessu tagi til að koma út hérna á fróninu held ég alveg örugglega. Top 10 Reykjavík er túristabók þar sem Dr. Gunni leiðir okkur í sannleikann um meira og minna allt sem er hægt að gera og ekki gera í Reykjavík og Ísland. Skemmtileg bók og ekki bara fyrir útlendinga. Svo kom smá pása hjá mér fyrir jólatörnina. Í þeirri törn setti ég upp bækurnar Síbería, eftir Fritz Má Jörgensson, Paradísarborgin, eftir Óttar M. Norðfjörð, Síðustu dagar móður minnar, eftir Sölva Björn Sigurðsson, Vormenn Íslands, eftir Mikael Torfason, Magnús Eiríksson Reyndu Aftur, eftir Tómas Hermannsson, Jónas Kristjánsson Frjáls og Óháður, eftir Jónas Kristjánsson, Svínið Pétur, eftir Guðmund Steingrímsson, Jón Ólafur með dauðann á hælunum, eftir kikku, og svo Bíósaga Bandaríkjanna, eftir Jónas Knútsson.

biosaga-bandarikjanna_FINAL

Flestar þessara bóka eru komnar í dreyfingu eða eru að detta í dreyfingu á allra næstu dögum. Er hrikalega spenntur að fá Bíósögu Bandaríkjana (mynd fyrir ofan) í hendurnar. Í þeirri bók er að finna um 360 síður og hver einasta síða er frábrugðin þeirri næstu. Þannig að á hverri einustu síðu er eitthvað sem kemur lesandanum á óvart. Ég gluggaði í textann þegar ég var að setja upp bókina og held að þetta eigi eftir að verða frábær lesning. Ef við miðum við Bókatíðindi 2009 sem duttu í lúgur í dag eða gær þá setti ég upp 1,4% af jólabókunum í ár.

0
Posted on 18. November 2009 by Árni Torfason