Gunnar Nelson Íslandsmeistari í BJJ

Vaknaði klukkan 8:30 í gærmorgun á sunnudegi sem er auðvitað ekki sem á að gera. Þurfti að skafa í þokkabót. Myndaði hann Gunnar Nelson frá morgni til kvölds þar sem hann tók þátt í Íslandsmeistaramótinu í Brazilian Jiu-Jitsu. Þetta er annað árið sem mótið er haldið og var fjölgun keppenda ansi góð. Reyndar fækkaði aðeins í hópnum vegna veikinda… eða hræðslu við Gunnar Nelson. Það sáust ansi góðir taktar á þessu móti og fullt af fólki mætti til að horfa á. Eina sem vantaði fannst mér var veitingasala sem þeir hefðu stórgrætt á þar sem að eina sem hægt er að kaupa í Þróttaraheimilinu er kók í sjálfsala. Og eins og sannur Íslendingur þá átti ég ekki klink. Nóg af mér. Það var ekki við öðru að búast en að Gunnar myndi rúlla þessu upp sem hann og gerði. Hann vann flokkinn sinn (-81kg) sem og opna flokkinn örugglega. Fékk ekki stig á sig í öllum viðureignunum. Mun klára að ganga frá þessum myndadegi mögulega í vikunni og setja inn á torfason.is. Það er reyndar meira væntanlegt á torfason.is. Sagan mín frá Eþíópíu er nokkurn vegin klár þannig að hún kemur bráðlega líka.

GUNNAR NELSON

Hérna er videosamantekt frá mótinu sem er líka að finna inn á bardagi.is.

0
Posted on 9. November 2009 by Árni Torfason