Destroy this Mad Brute vs. VOGUE

Er að setja upp bók sem ber heitið Bíósaga Bandaríkjanna. Jónas Knútsson tók saman kvikmyndasögu Bandaríkjanna frá 1900-2000. Við erum að tala um hátt í 8 ár í vinnslu og þar af einhver 6 ár í Bandaríkjunum. Þetta verður virkilega áhugaverð lesning fyrir bíógrúskara og hina líka. Það er ein mynd í bókinni sem sýnir Amerískt áróðursplakat fyrir fyrri heimstyrjöldina. Á myndinni er api sem á að vera þýskur api. Hann heldur á kylfu sem stendur á “kultur” og gengur á ameríska jörð haldandi á hálf nakinni konu sem á mögulega að tákna “frelsið”. Virkilega flott plakat þarna á ferðinni og mögulega virkað eins og vindurinn á unga pilta sem vildu lúskra á brjáluðum Þjóðverjum. Þetta plakat minnti mig á mynd sem prýddi forsíðu VOGUE á sínum tíma þar sem var að finna LeBron James körfuboltakappa og ofurmódelið Giselle Bündchen.

lebron_as_brute2

0
Posted on 7. October 2009 by Árni Torfason