Gunnar Nelson með gull og silfur á Pan Jiu-Jitsu No-Gi Championship í New York

Gunnar Nelson heldur áfram að gera frekar góða hluti í Jiu-Jitsu heiminum. Hann lenti núna um helgina síðustu í fyrsta sæti í sínum flokki og öðru sæti í opnum flokki á Pan Jiu-Jitsu No-Gi Championship í New York. Í úrslitum í opnum flokki lenti hann á móti Rafael Sapo sem er æfingarfélagi hans í Renzo Gracie Academy í New York. Þannig að það var kastað upp á hvor fengi gullið. Veit ekki afhverju það er. Vildi að gamni deila með ykkur tveimur myndum af þeim félögum að glíma á æfingu sem ég tók í desember í fyrra. Þetta var virkilega jöfn glíma og hefði getað dottið hvoru megin. Þannig að kannski var hlutkesti ekkert svo galin hugmynd þó svo að ég sé viss um að Gunnar hefði haft hann.

GUNNAR AND RAFAEL

GUNNAR AND RAFAEL

0
Posted on 6. October 2009 by Árni Torfason