Gunnar Nelson kominn með Svarta Beltið

Það hlaut að koma að því að Gunnar Nelson yrði svartbeltingur. Gunni lenti í fjórða sæti í opnum flokki á ADCC 2009 í Barcelona og eftir það ákvað Renzo Gracie sem er víst afar strangur á beltagjöf að veita honum svarta beltið. Miðað við árangurinn sem hann er að ná í greininni er ekki spurning að hann á þetta skilið.

Það er ekki einfalt að ná svona langt í íþrótt sem þessari. Mikil og erfið vinna sem hefur farið fram hjá Gunnari. Eins og einhverjir vita þá fór ég til New York í Desember 2008 til að fylgjast með daglegu lífi og æfingum hjá Gunnari. Getið séð afraksturinn af þeirri ferð hérna.

_21O6946

0
Posted on 1. October 2009 by Árni Torfason