Adebayor traðkar á Van Persie

Var aldrei búinn að sjá atvikið þegar Adebayor traðkaði á Van Persie. Var í smá stund að finna þetta á netinu en fann að lokum. Nú er búið að dæma Adebayor í þriggja leikja bann fyrir bæði þetta og að hlaupa til Arsenal áhorfenda þegar hann skoraði. Ég segi nú bara ekki annað en hann hefði nú mátt fá lengra bann en þrjá leiki fyrir þetta brot á Van Persie. Augljós ásetningur þarna á ferðinni. Maður sér það best frá fyrsta sjónarhorninu að fóturinn er ekki bara að lenda á jörðinni heldur er hann að sparka honum niður.

0
Posted on 17. September 2009 by Árni Torfason