Eggvopnið í fyrsta skipti á mynd

Nú heyrir maður orðið eggvopn og les í ótal fréttum hérna á fróninu. Nokkur dæmi:

“Hvorugt hefur lagt fram kæru, en lögreglunni ber að rannsaka málið þar sem eggvopni var beitt.”

Hinn handtekni beitti eggvopni og var þolandinn fluttur á heilsugæslustöðina í…

“… og ógna og lemja með eggvopnum.

Nú hafa margir spurt sig væntanlega hvernig svona eggvopn lítur út. Mig grunaði fyrst að þetta væri eitthvað í líkingu við hníf… en þá hefði væntanlega bara verið einfaldast fyrir fréttafólkið að segja hnífur. Það væri svona eins og það væri að vera fjalla um kött en kalla köttinn klóartáslumjúkdýr. Þannig að niðurstaðan var að þetta væri ekki hnífur eða í líkingu við það. Ég grennslaðist fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að eggvopn væri einskonar svipa með risastóru eggi á endanum.

eggvopn

0
Posted on 10. September 2009 by Árni Torfason