Spara með Myntu úti í garði

Ef þið eruð á þeim buxunum að nota myntu í matinn ykkar eða þá gerið mohító eins og enginn sé morgundagurinn þá getur verið gott að spara smá í myntukaupum því að mynta er sæmilega dýr eins og annað ferskt krydd. Planið er þetta.

1. Þið kaupið ykkur Myntu einu sinni úti í búð. Takið laufin af og notið hana í það sem þið ætlið að gera.
2. Klippið aðeins neðan af stilknum og setjið í vatnsglas. Vökvið reglulega. Allt í lagi að hafa svona 2-4 stilka í sama glasinu
3. Þegar það eru komnar rætur á stilkana þá er óhætt að setja út í garð í beð eða pott.
4. Nokkrum dögum eða vikum seinna ertu kominn með meira af myntu. Svo bara taka laufin af og það koma fleiri.

Ágætt að planta þessu fjarri grasi því ég hef heyrt um fólk sem er með allt morandi af myntu í grasinu og þar af leiðandi gossar upp góð myntulykt þegar það slær.

Veit ekki nákvæmlega hvernig mynta hefur það á veturna. En mögulegt skjól eða lítið gróðurhús þá ætti hún að lifa eitthvað áfram.

29.07.2009

07.09.2009

0
Posted on 7. September 2009 by Árni Torfason