Góð einföldun?

Var að lesa þessa frétt á Vísi.is. Fjallar um að sjónvarpsstöðvar 365 miðla séu að breyta um nafn og verði allar tengdar við Stöð 2. Skemmtilegt hvernig Ari Edwald, forstjóri 365, (sem er reyndar bara titlaður sem Ari í fréttinni) orðar þetta: “Mér líst gríðarlega vel á þessar breytingar og tel að við fáum aukinn slagkraft með því að skýra og einfalda okkar vörumerki. Við höfum verið að því. Við vorum með fleiri nöfn,” segir Ari.

Þetta eru breytingarnar:
Sýn verður Stöð 2 Sport
Sýn 2 verður Stöð 2 Sport 2
Sirkus verður Stöð 2 Extra
Fjölvarpið verður Stöð 2 Fjölvarp
Stöð 2 Bíó verður áfram Stöð 2 Bíó (var áður Bíórásin)

Er fyrsti apríl? Þetta hlýtur að vera grín. Hvernig getur Sýn 2 verið flóknara nafn heldur en Stöð 2 Sport 2? Markaðsfólk hvaðan af úr heiminum ættu að vara sig. Þarna eru miklir snillingar á ferð greinilega.

0
Posted on 13. March 2008 by Árni Torfason