Golf og Árnaskógur

Sælt veri fólkið. Gaman að sjá ykkur öll hérna. Flott peysa Garðar. Á þriðjudaginn spilaði ég minn fyrsta golfhring á árinu. Ég og Gunnar Steinn skelltum okkur á Bakkakotið. Frekar mikið rok en gekk bærilega. Í gær, fimmtudag, skelltum við okkur síðan eins lítið undirbúnir í golfmót Samfylkingarinnar á GKG. Við spiluðum eins og Tiger Woods og enduðum á 70 höggum eða einum undir pari. Það var sem sagt spilað Texas Schramble. Þessi glæsi árangur færði okkur þriðja sætið. Munaði einu höggi að við hefðum tekið annað sætið annað árið í röð en slakt pútt á síðustu holunni hjá okkur báðum kom í veg fyrir það. 12 pör, 1 fugl, 2 bogeys og 3 double bogeys. Augljóst að næsta ár verður meira um golfið.

Mikil gleði var í Árnaskógi í dag þegar póstur barst frá ja.is þess efnis að skóginn er nú að finna á síðum www.ja.is. Meira um það hér.

arnaskogur-stort

0
Posted on 28. August 2009 by Árni Torfason