Qik.com og Twitter.com

Eins og ég var búinn að minnast á einhvern tímann er ég að nota Twitter.com sem er afar skemmtilegt fyrirbæri. Þetta er í rauninni bara blog. Svo gerist fólk áskrifandi að blogginu þínu. Það er bara hægt að skrifa 140 stafi þannig að þetta er alltaf stutt. Margir nota þetta til að benda fólki á eitthvað sniðugt á netinu. Sumir nota þetta til að tala saman á netinu. Fólk sem kannski er lítið á msn en vill halda sambandi. Tilvalið í það. Mæli eindregið með þessu. Annað sem ég er að prufa er fyrirbæri sem heitir Qik.com. Þetta er sem sagt forrit sem maður sækir í símann sinn og getur síðan streymt beint á netinu videoi. Annaðhvort í gegnum 3G sem ég þarf að redda mér eða þá bara í gegnum wifi sem margir símar eru farnir að styðja núna. Ef þið eigið Nokia síma sem er með S60 kerfið á þá getið þið sótt þarna um. Veit ekki alveg hvort allir fá aðgang eða ekki. Þetta er sem sagt ennþá í “alpha” prófun hjá þeim. Segjum að ég setji af stað útsendingu á video og þá kemur það þarna á forsíðuna hjá þeim og allir geta horft beint á sem ég er að gera eða sýna. Svo getur fólk kommentað á videoið á meðan það er í beinni og þau komment koma beint á skjáinn á símann hjá mér. Fyrsta sem ég prufaði var að sjálfsögðu að taka video af Hnetu, kisunni minni.

En ef þið hafið gaman af svona videomixi þá mæli ég með að þið fáið ykkur aðgang þarna. Prófílinn minn finnið þið hér á qik.com/arnitorfa. Svo er eitt sniðugt í þessu að þetta er tengt við Twitter.com þannig að þegar ég set af stað “beina útsendingu” þá kemur skilaboð til þeirra sem eru áskrifendur hjá mér á twitter.com að ég sé með video í gangi. Þannig fréttir fólk af þessu. Er að kanna hvort ég geti sett hérna á síðuna þannig að það komi einhver skilaboð þegar ég set í gang video.

0
Posted on 30. March 2008 by Árni Torfason