Testees og Dexter

Ég hef verið duglegur undanfarin ár að prufa alls konar þætti sem hafa svo sannarlega verið misjafnir. Ég verð afskaplega glaður þegar einhver bendir mér á nýja þætti sem ég hef ekki séð. Ennþá betra gamla þætti sem ég hef ekki séð. Gunnar Steinn benti mér á fína þætti sem heita Testees. Í stuttu máli fjallar þetta um tv0 gaura sem búa saman og vinna sem tilraunadýr hjá fyrirtæki sem hetir Testico. Þessi þáttur er ekki fyrir viðkvæma því að þeir gera í því að ganga fram af fólki.

Testess

Það er eitt season búið. Er frá 2008. Vona svo sannarlega að það mæti annað season í október í ár. Grunar samt að þessir þættir séu of grófir fyrir bandaríkjamenn og þar af leiðandi verður hann tekin af dagskrá. Svona eins og Family Guy var að lenda í.

Svo geta Dexter aðdáendur tekið gleði sína á ný þar sem að Season 4 er að hefja göngu sína hvað á hverju. Fyrsti þáttur er 27.september. Skemmtilegt að geta þess að það er hægt að skrifa “Testees” og “Dexter” með vinstri þar sem allir stafirnir eru vinstra megin á lyklaborðinu. Hugsa að lengsta orðið sem er hægt að skrifa með vinstri sé “stewardess”. Ef þið vitið um eitthvað lengra þá megið þið skjóta kommenti. Líka ef þið eruð með þætti sem þið haldið að ég hafi ekki séð.

0
Posted on 26. August 2009 by Árni Torfason