The Blob (1988)

Það er nokkuð augljóst að næsta mál á dagskrá er að leigja myndina The Blob frá 1988. Var að horfa á video á youtube um Alien Invaders myndir og þar er minnst á endurgerðina frá 1988 af myndinni The Blob. Í góða eina sekúndu eða svo sé ég bregða fyrir engum öðrum en Johnny Drama úr Entourage. Við erum augljóslega að tala um einn af betri persónum í sjónvarpsþáttum frá upphafi. Í mínum augum er enginn Kevin Dillon til heldur bara Johnny Drama. Þannig að planið mitt er að verða mér út um The Blob með Johnny Drama í aðalhlutverki sem fyrst!

Johnny Drama

0
Posted on 21. August 2009 by Árni Torfason