Addis til London, London til Reykjavíkur

Komum frá Addis á Laugardagsmorguninn. Ágætt að komast í smá siðmenningu. Eftir að hafa náð í töskurnar okkar fórum við á strætóstöðina og að sjálfsögðu rétt misstum af x26 strætónum okkar. Næsti kom eftir hálftíma þannig að við settumst aftur inn í 0°C sem er náttúrulega allt of kalt miðað við 30-40°C. Keyptum okkur heitt súkkulaði sem bjargaði okkur alveg. Hlín og Billi sóttu okkur á strætóstöðina sem við fórum út á. Gott að fá hjálp með farangurinn. Tærnar þokkalega að detta af þegar við komum heim til Billa enda bara í Converse skóm sem er góður kostur í frostinu. Fengum massa hádegismat hjá þeim og te. Já maður er dottinn í teið eftir afríkuferðina. Fórum svo á matarmarkað og keyptum parmaskinku, mozzarella og fetaost. Fórum svo aðeins heim og Billi bakaði brauð. Keyptum svo lambalæri og góðgæti í búð hérna rétt hjá og svo var massa góður kvöldmatur. Svo var ágætt að komast í háttinn eftir lítinn svefn nóttina áður í fluginu frá Addis. Í dag var það mozarella, parmaskinka, pítubrauð, egg og mæjónes í hádegismat. Erum að leggja í hann að skoða okkur aðeins um í Londoninni.

Við að borða hjá Hlín og Billa. Hlín takaði myndina.
© Hlín Finnspoppi.Við að borða hjá Hlín og Billa.

Mætum á frónið á þriðjudagskvöldið næsta, 17.febrúar. Spennó.

0
Posted on 15. February 2009 by Árni Torfason