Jinka Hospital

Er sem sagt kominn til Jinka sem er í suðurhluta Eþíópíu. Fór til Addis svo til Arba Minch og þaðan til Woito sem er c.a. 2 tíma akstur frá Jinka. Þar gisti ég hjá íslenskum kristniboðum sem tóku virkilega vel á móti mér. Myndaði þar í 2-3 daga og fékk svo fra með norskum kristniboðum sem voru á leiðinni til Jinka. Assgoti gott að vera kominn til Jinka á einhvern stað sem ég verð í smá tíma. Hægt að pakka úr töskunum sem er betra. Talaði við yfirmennina á spítalanum sem Auður og Björg eru að vinna á og fékk leyfi til að mynda alla vikuna sem ég verð hérna. Mjög hjálpsamir. Það er virkilega áhugavert starfið sem er unnið hérna. Við erum að tala um að það er bara einn Eþíópískur læknir hérna og svo er reyndar einn norsk/íslenskur læknir hérna sem er að vinna hérna á skurðdeildinni.

Í dag voru 3 bráðakeisaraskurðir, 1 lappauppskurður, kippa einhverjum í lið og alls konar fleira. Þannig að það er nóg að gerast. Fáið að vita meira af lífinu hérna á spítalanum í Jinka þegar ég kem heim. Alveg merkilegt hvernig hlutirnir hérna eru öðruvísi en heima. Það er t.d. vatnsskortur hérna í Jinka sem flestir ættu að gera sér grein fyrir er slæmt fyrir spítala.

0
Posted on 2. February 2009 by Árni Torfason