Grenjandi rigning í Addis Ababa

Kom til Addis Ababa í morgun rétt um 8:00 að Eþíópískum tíma. Skipti pening úr dollurum í Birr. Fór svo í VISA röðina sem gekk virkilega hægt fyrir sig þar sem það var ekkert kerfi á því hvaða röð fékk að fara næst í tjékk. Mjög spes allt saman. Náði í töskurnar mínar og þau vildu kíkja ofan í Pelican töskuna mína þar sem ég var með myndavéladót. Þau grömsuðu og fannst 70-200mm linsan mín vera eitthvað voða professional. Ég veit ekki hvað hún var að pæla en ég sagði henni að þetta væri svona semi professional bara. Og hún spurðist eitthvað fyrir og spurði mig hvort það væri geisladiskur í myndavélinni minni. Held hún hafi verið að spyrja eitthvað annað en ég skyldi hana þannig. Ég neitaði því og hún sagði mér að þetta væri fínt. Tók leigubíl af flugvellinum og á NLM (Norsk Lútersku Missjónerí) júnitið þar sem vel var tekið á móti mér. Er í herbergi með 4 rúmum fyrir mig einan og vaski. Klósett og sturta bara beint á móti herberginu. Fór svo í te og brauð hjá þeim sem sjá um þetta hérna. Ætlaði svo að rölta á Hilton hótelið til að kaupa mér sim-kort í símann minn. Ágætt að geta hringt hérna innan Eþíópíu þar sem ég verð í töluverði mixi að koma mér milli staða. Þegar ég var að fara að leggja af stað stoppaði Selam sem vinnur hérna og spurði hvort ég vildi far. Ég játti því. Fór í skoðunarferð um borgina, keypti prentara, sótti bíl í viðgerð, skipti um dekk á bílnum og ýmislegt fleira. Sem var mjög fínt. Gaman að sjá hvernig lífið gengur fyrir sig hérna í Addis. Umferðin er líka spes. Ábyggilega bara ein ljós í borginni þannig að allir keyra bara yfir gatnamót eins og þeim hentar. Kom svo heim og rölti aðeins einn hérna í nágreninu. Ég er eins og hneta í rúsínudollu og allir horfa á mig eins og ég sé einhver sýningargripur. Krakkar hafa mikið stoppað mig og viljað taka í hendina á mér. Einn bauð mér að koma í fótbolta með sér á einhverju máli sem ég skildi svo sannarlega ekki en honum tókst að koma þessu á framfæri. En ég var á leiðinni akkúrat í öfuga átt að kaupa mér að borða þannig að það var ekki gott plan. Hefði annars verið mjög til í smá bolta. Veit hvar völlurinn er þannig að hver veit nema að ég skelli mér þegar ég kem hingað aftur 12.febrúar.

Planið á morgun er að vakna klukkan 5:00 og leggja af stað út á flugvöll 5:30. Flug til Arba Minch klukkan 7:45. Flugið fer bara svona stundum þannig að það er ekkert víst að flugvélin fari. Með minni heppni verð ég eitthvað lengur hérna í Addis. Vona samt að þetta reddist. Á það skilið eftir allt flugvesenið undanfarnar vikur. Ætti að lenda í Arba Minch um 10:30 og svo er að koma sér frá Arba Minch flugvellinum inn í miðborgina og reyna að komast í rútu eða með einkabíl áleiðis til Jinka. Stoppa í héraði sem heitir Voito. Er með síma með mér þannig að ég get hringt í Kristján sem mun taka á móti mér í Voito. Vonandi að þetta gangi allt saman eftir í einni ferð.

Núna úti er grenjandi grenjandi rigning. Eins og það var glampandi glampandi sól í dag. Ætla mér að massa sturtu og fara svo að leggjast til hvílu. Klukkan að verða 20:00 hérna þannig að það eru 9 tímar þangað til ég vakna.

Ég verð í afar litlu sambandi í Voito þannig að ég læt ekkert heyra í mér aftur fyrr en ég er kominn til Jinka. Eitthvað betra samband þar.

0
Posted on 24. January 2009 by Árni Torfason