Fuglar flugu í hreyfil í Róm

Ferðalagið byrjaði vel til Addis Ababa. Var mættur til London rétt fyrir hádegi. Stakk töskunum í geymslu, hitti Billa á bar þar sem við drukkum bjór og átum hamborgara og dönsuðum hægan vangadans í takt við ljúfa tóna Michael Bolton. Fór svo aftur á flugvöllinn rétt rúmlega 1900. Þar var mér tilkynnt að það hefðu fuglar flogið í hreyfil á flugvélinni sem átti að flytja mig til Addis Ababa. Þannig að fluginu var frestað. Kom mér ekkert svo á óvart þar sem ég lendi doldið í þessu. Þeir buðu mér hótel en ég sagðist geta gist hjá vinum í London. Bjallaði í Billa sem gaf mér leiðbeiningar um hvernig ég kæmist heim til hans og Hlínar sem búa hérna í London. Fékk þetta fína Lasagna og meiri bjór og svo spiluðum við Billi Rallýleik á xbox sem heitir eitthvað og er frá 2003 eða 2005. Frekar 2003 samt. Ég vann ekki oft en Billi vann oft.

Eins og staðan er núna á ég flug klukkan 21:00 frá London til Addis Ababa. Nú er bara að vona að fuglarnir séu allir dauðir svo að vélin geti flogið fram og til baka eins og ekkert sé. Millilendi líklegast í Róm.

Meira síðar. Kveð í bili.

0
Posted on 23. January 2009 by Árni Torfason