Pissar pósturinn á þína girðingu?

Var á leiðinni í myndatöku í dag uppi í Mosfellsbæ þar sem ég sé rauðklæddan náunga á vappinu. Þegar ég kom nær sá ég að þetta var póstburðarmaðurinn frá póstinum. Hugsaði með mér að þetta væri ábyggilega helvíti fínt starf. Vera á röltinu á daginn þegar enginn annar er á ferli. Smella einhverjum umslögum inn um lúgur hjá fólki. Ágætis hreyfing að rölta bara um á hverjum degi. Mögulega ekkert allt of vel borgað en samt fínt. Fór í eina myndatöku og á leiðinni í þá næstu sé ég ekki hvar póstburðarmaðurinn stendur upp við girðingu við eitt húsanna sem hann hafði nýlokið sér af að bera í og pissaði eins og enginn væri morgundagurinn á girðingu fyrir utan húsið. Maður hefur nú oft verið í spreng á furðulegustu stöðum og hreinlega orðið að láta vaða. En þá finnur maður sér einhvern betri stað heldur en girðingu hjá fólki. Þannig að sá sem á heima í gulu endaraðhúsi innst í götunni í Svöluhöfða 1-9 (man ekki nákvæmlega húsnúmerið) á útpóstpissaða girðingu.

0
Posted on 19. January 2009 by Árni Torfason