Torfason.is og Gunnar Nelson

Það var löngu kominn tími á að uppfæra http://www.torfason.is sem hefur gengt því hlutverki að sýna umheiminum ljósmyndirnar mínar. Eins og vefurinn var uppsettur hérna áður fyrr þá sýndi vefurinn svona hitt og þetta sem ég hefði verið að gera. Sitthvað gott en annað bara ekki svo gott. Það var aragrúi af myndum í alls konar flokkum. Tók hressilega til í þessu og tel ég síðuna núna sýna hvernig ljósmyndari ég er og vil vera. Meikaði varla sens fyrir mér þessi setning þannig að þið eruð væntanlega engu nær. Síðuna getið þið fundið undir http://www.torfason.is eða með því að smella á PORTFOLIO hérna efst á síðunni.

Eins og fólk sér kannski í fljótu bragði eru einungis að finna myndasögur/seríur á síðunni en ekki stakar myndir í flokkunum eins og var á eldri síðunni. Ég nota forrit sem heitir Soundslides Plus til að búa til slideshow fyrir sögurnar. Adobe Flash player sem fólk þarf að hafa til að geta skoðað þetta.

Nýjasta serían á síðunni er sería sem ég vann að í New York vikuna 8.desember til 15.desember. Myndaði þar ungan strák sem heitir Gunnar Nelson. Hann stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að keppa í UFC keppninni. Fékk að gista hjá Sigurjóni á meðan ég vann að sögunni. Þakka honum fyrir það sem og hjálpina við að púsla saman sögunni. Billi hjálpaði mér einnig að velja úr myndunum og þakka ég þeim báðum fyrir það. Getið tjékkað á sögunni af Gunnari með því að smella á myndina hérna fyrir neðan.

0
Posted on 14. January 2009 by Árni Torfason