Manchester United og Benítez eitthvað brjálaður

Ef það er einhver sem veit hvað kom fyrir Benítez þá væri ágætt að fá það í kommenti. Hann er eitthvað gramur og að væla í alla fréttamenn sem hann finnur út í að Alex Fergusson sé bjáni og komist upp með allt. Furðuleg taktík hjá honum ef þetta er einhver taktík því að eftir að hann fór að væla gerði Liverpool jafntefli en MUFC vann Chelsea 3-0.

Annað sem mig langaði að ræða er hornspyrnan sem var dæmd af Manchester United í leiknum gegn Chelsea á sunnudaginn. Er fólk ekki almennt á þeirri skoðun að þetta hafi verið lögleg hornspyrna? Hérna er video af þessu atviki.

0
Posted on 13. January 2009 by Árni Torfason