B-mynda maraþon!

Er búinn að taka þriggja mynda b-mynda maraþon. Byrjaði í gær á því að skella mér í Bangkok Dangerous með Nicholas Cage í aðalhlutverki. Fjallar um launmorðingja sem er að mixa síðasta verkefni sitt í Bangkok og er að þjálfa einhvern gaur og alveg svakalega hresst. Man ekki einu sinni hvort ég horfði á hana eða sofnaði yfir henni á endanum. Skiptir eiginlega engu máli því hún var það slæm að mér er algjörlega sama hvort heldur sem er.

Tók svo í dag tvær myndir. Er að horfa á þá seinni núna. Fyrri myndin var Death Race með Jason Statham í aðalhlutverki. Töluvert betri en Bangkok vitleysan en samt algjör b-mynd. En munurinn á henni og Bangkok að ég hafði alveg lúmskt gaman af henni. Fangelsi og kappakstur og lemja og sprengja. Ágætis skemmtun. Ég allavega sofnaði ekki yfir henni. Seinni myndin sem ég er að byrja á núna skartar engum öðrum en Vin Diesel í aðalhlutverki og heitir Babylon A.D. Plottið er svo slæmt að ég er við það að hætta við að horfa á hana. Greinilegt að það er erfiðara en að segja það að taka svona þrjár á tveimur dögum.

Spurning dagsins er þessi: Munið þið eftir einhverjum annað hvort virkilega slæmum b-myndum eða þá sem hafa komið á óvart og hreinlega verið góðar. B-mynd þarf ekki endilega að vera léleg mynd. Það er mikill misskilningur.

0
Posted on 6. January 2009 by Árni Torfason