Mind your Step!

Er að bíða eftir flugi frá Amsterdam til Barcelona á flúvellinum í Amsterdam. Þar sem ég sit og næ neti er ég ansi nærri svona færibandi sem fólk getur labbað hratt á. Sumir halda að þetta sé samt bara tjillstaður fyrir það og lætur sig renna eftir þessu á minni hraða en almennt fólk labbar. Það fólk á bara að vera heima hjá sér. Allavega þá í hvert einasta skipti sem einhver kemur nálægt færibandinu heyrist í kallkerfinu sem er aðeins nær mér heldur en færibandið “Mind your step!”. Þeir í Amsterdam ætla greinilega ekki að láta nappa sig að eitthvað gamalmennið detti og missi hendurnar og kæri svo flugvöllinn. Núna er einmitt að koma fólk úr flugvél og allir ætla að notfæra sér þetta. Þannig að þangað til að ég má boarda flugvélina mína eftir svona 20mín þá mun ég heyra nýjasta lagið með júgenhagenamsterdamus “Mind your step!”

Annars læt ég aftur í mér heyra í kvöld þegar ég er kominn á hótelið í Barcelona og veit nánar hvað planið verður.

Annars fattaði ég þegar ég var kominn út á flugvöll í Keflavík að mig rámaði eitthvað í að ég átti að koma með mynd af mér til Barcelona. Þannig að ég nýtti tímann vel hérna í Amsterdam inni í svona passaljósmyndabás. Þannig að næst þegar ég er spurður hvort ég hafi komið til Amsterdam þá get ég svarað “Kíkti þar rétt við í passamyndatöku og fór svo.” Yfir og út.

0
Posted on 29. November 2008 by Árni Torfason