Benítez gáfaður maður

Ég verð að hrósa Rafael Benítez, knattspyrnustjóra Liverpool, fyrir að segja í viðtali að hann mun ekki fagna fyrr en munurinn á næstu lið verði 20 stig í úrvalsdeildinni þeirri ensku. Eins og staðan er í dag þá eru Liverpool og Chelsea jöfn í efsta sæti deildarinnar með 29 stig, Arsenal í þriðja sæti með 23 stig og svo MUFC í því fjórða með 21 stig en á leik til góða. Segjum að þeir vinni hann og þá eru þeir komnir í þriðja sætið með 24 stig. Það er smá áhyggjuefni fyrir MUFC menn að Chelsea sé fyrir ofan okkur en ég hef minna en engar áhyggjur af Liverpool. Þeir eru einfaldlega ekki það góðir til að halda þetta út. Mín spá er sú að deildin endi c.a. á þennan veg.

1. MUFC (88 stig)
2. Chelsaea (86 stig)
3. Arsenal (78 stig)
4. Liverpool (75 stig)

Þannig að Liverpool áhangendur sem eru eitthvað að íhuga það að fagna Englandsmeistaratitli í ár geta gjörsamlega gleymt því. Bara svona svo þetta sé á hreinu.

0
Posted on 10. November 2008 by Árni Torfason