Sturla vörubíll með góða setningu

„Við erum allir gjaldþrota menn hérna, þannig að við höfum ekkert annað að gera en að reyna að krefjast einhvers,” segir Sturla Jónsson. Lýsandi setning fyrir mótmælaaðgerðir hjá vörubílstjórum um mánuðinn. Þeir voru doldið í því að grefjast bara einhvers. Ekkert svo að vita hverju þeir voru að mótmæla eða afhverju. Virðist vera sem að vörubílstjórar hafi tekið alls konar lán fyrir bílunum sínum sem þeir eru ekkert að geta borgað af. Og þar af leiðandi á leiðinni á hausinn.

Annars veit ég ekki alveg hvað er planið hjá fólki með þessum mótmælum sínum. Heldur einhver að eitthvað breytist ef Davíð verður rekinn sem Seðlabankastjóri? Heldur einhver að eitthvað breytist ef Vinstri Grænir verði við völdin? Finnst að fólk eigi að einbeita sér að sínum málum og reyna finna lausnir í staðinn fyrir að vilja endalaust kenna einhverjum um hlutina. Nenni ekki að fara nánar í þessa sálma þar sem að krepputal og væll er það allra leiðinlegasta sem ég hlusta á þessa dagana. Og það virðast allir vita best og mest og vissu alveg hvað myndi gerast og Davíð burt!

0
Posted on 3. November 2008 by Árni Torfason