Árið 2005 komið aftur

Lenti í hressleika í vikunni. Hélt um stundarsakir að ég væri gjörsamlega búinn að tapa 2005 myndasafninu mínu. Fór loks í það að taka nýja Drobo-inn í notkun og færa öll myndasöfn frá 2001-2007 þangað. Svo kom að því að færa 2005 og það gjörsamlega fannst hvergi. Er alltaf með 2 harða diska backup af öllum myndunum mínum. Kom í ljós að Lacie diskarnir sem ég keypti fyrir nokkrum árum síðan voru meira og minna allir farnir að klikka. Náði engan veginn sambandi við nokkra diska þannig að ég náði mér í skrúfjárn og dúkahníf og tók einn Lacie diskinn í sundur og tengdi diskinn beint við tölvuna. Virkaði fínt og náði þar af leiðandi 2005 safninu hennar Auðar. Mitt safn ennþá týnt. Fékk ráðleggingar hjá honum Pétri að ná mér í EasyRecovery Professional og það reyndist bjargvættur. Fór þar í eitthvað sem heitir “Format-Recovery” þar sem er hægt að recovera af diskum sem er búið að formata. Hafði sem sagt formatað Lacie disk sem ég hélt að væri tómur þar sem Windows sagði mér það. Tók ekki nema heilan sólarhring í það heila að ná gögnunum en það virkaði svona líka fínt.

Svona er því skipulagið núna fyrir áhugasama:
DROBO1:
- 2007, 2008 óunnar myndir (ARCHIVES)
- 2006, 2007, 2007 verkefni (JOBS)
- 2001-2008 unnar myndir (POOLS)
- Allar myndir sem ég hef skannað inn
- Sitthvað fleira smádótarí sem ég er að vinna með núna

DROBO2:
- 2001-2007 óunnar myndir (ARCHIVES)
- 2001-2007 verkefni (JOBS)

WD500GB-2006A og 2006B: (sem sagt 2x backup af 2006)
- Western Digital 500GB utanáliggjandi diskur
- Allt sem ég hef gert 2006. ARCHIVES, JOBS, POOLS

WD500GB-2007A og 2007B: (sem sagt 2x backup af 2007)
- Western Digital 500GB utanáliggjandi diskur
- Allt sem ég hef gert 2007. ARCHIVES, JOBS, POOLS

WD500GB-2008A:
- Western Digital 500GB utanáliggjandi diskur
- Allt sem ég hef gert 2008. ARCHIVES, JOBS, POOLS

Þegar 2008 er búið versla ég síðan annann WD500GB disk þar sem verður að finna afrit af 2008A.

Drobo1 er að finna hérna hjá tölvunni. Drobo2 er hins vegar í gangi niðri í geymslu. Geymi líka 2006A, 2007A og 2008A niðri í geymslu. 2006B og 2007B eru síðan geymdir annars staðar. Er svo að vinna í því að taka eitt auka afrit af 2001-2005 sem verður geymt með 2006B og 2007B.

Myndirnar mínar eru síðan flokkaðar svona:

 • ARCHIVES
  • 2008
   • 01_januar, 02_februar og svo framvegis
    • 2008-01-17_sturla-matreidslumeistari
 • JOBS
  • 2008
   • Loftleiðir
    • TF-FIA
 • POOLS
  • NIKON (skann úr nikon skannanum)
  • PHOTOPOOL (myndir sem ég er búinn að vinna)
   • 2006
   • 2007
   • 2008
  • SMALLPOOL (litlar myndir fyrir netið)

Meira var það ekki í bili.

0
Posted on 31. October 2008 by Árni Torfason