Vann ferð til Barcelona. Búja!

Congratulations! You have won the chance to meet Thierry Henry in Barcelona!

Fékk símtal um daginn frá Gillette á Íslandi þar sem mér var tilkynnt að ég hefði unnið í leik sem ég tók þátt í sumar. Leikurinn fólst í því að maður átti að staðsetja bolta á ljósmynd. Vinningurinn er flug til Barcelona 29.nóvember næstkomandi og aftur heim 2.desember, hótelgisting og hittingur með Thierry Henry, leikmanni Barcelona. Flýg út á laugardegi, tjill á sunnudegi, á mánudeginum er þétt dagskrá þar sem verður meðal annars skoðaður Nou Camp og hittingur með Henry. Ég man þegar ég tók þátt í þessum leik að ég var ekkert ofboðslega spenntur fyrir vinningnum. Hafði meira gaman af því að finna út hvar boltaskrattinn átti að vera á myndinni. En að sjálfsögðu neitar maður ekki frírri ferð til Barcelona. Var að vonast til að það yrði farið á leik með Barcelona en það virðist nú ekki vera á planinu. Sýnist að þeir eigi leik gegn Sevilla úti og þar sem Sevilla er hinu megin á Spáni þá er ólíklegt að maður nenni að standa í því að redda sér þangað. Þetta verður allavega hressandi ferð. Er að pæla að spyrja Henry hvort hann geti áritað Manchester treyju og láta hann skrifa á hana Eric Cantona. Jafnvel láta líta út fyrir að ég haldi að hann sé Eric Cantona og spurja hvort hann muni ekki eftir þegar ég hitti hann á æfingarsvæðinu hjá Manchester 1996. Sjá hvort hann verði ekki hress með það. Hugsa reyndar að ég verði þá formlega rekinn úr þessari ferð þannig að þetta er kannski ekki svo gáfulegt.

0
Posted on 24. October 2008 by Árni Torfason