Sportid.is í algjöru rugli

Ég var spurður um daginn hvort að sportid.is hefði leyfi að nota myndi eftir mig. Ég svaraði því að sjálfsögðu neitandi. Sá að þeir voru að nota mynd eftir mig með frétt um að Leifur Garðarsson væri orðinn þjálfari Víkings. Ég sendi þeim fyrirspurn og spurði hvort þeir hefðu keypt myndina í gegnum myndasafn mbl.is. Stuttu seinna þá voru þeir búnir að skipta út myndinni en svöruðu mér ekki. Sem er mjög dónalegt verð ég að viðurkenna. Fyrst að stela mynd og svo ekki biðjast afsökunar. Ég fór í málið ásamt þeim sem benti mér á að þeir væru að stela myndum. Það var talað við mbl.is, reuters og getty. Allt myndaþjónustur sem þeir voru að stela myndum af. Svo sá ég mér til mikillar gleði þessa tilkynningu frá eigendum sportid.is um að kvörtun hafi borist frá mbl.is og þeir væru hættir öllum fréttaflutningi af mbl.is.

Það gengur ekki á litla Íslandi að stela myndum án þess að vísa rétt í þær án þess að fólk geri athugasemd. Mæli eindregið með því að fólk sniðgangi þennan vef. Allavega þeir sem eru ljósmyndarar. Og hvet fólk ekki til að gerast ljósmyndarar fyrir þá. Þar sem þeir koma svona fram við ljósmyndara.

0
Posted on 3. October 2008 by Árni Torfason