Fólk í bankaröðum

Fékk símtal í dag frá finnsku dagblaði sem vantaði myndir frá Glitnismálinu. Maðurinn talaði um að fá myndir af löngum biðröðum fyrir utan Glitnisbankana af fólki sem væri að taka út allan peninginn sinn í panikki. Ég útskýrði fyrir honum að svo væri bara hreinlega ekki þar sem Íslendingar eru ekki alveg jafn stressaðir og manískir eins og fólkið í útlandinu. Enda svo sem ekkert að panikka yfir. Fór samt í nokkur útibú og tók myndir. Fór í kirkjusandinn og spurði hvort ég mætti taka myndir af fáum í röð og engu panikki. Náðist svo ekkert í upplýsingafulltrúa til að gefa leyfi þannig að ég gat ekki gert það. Hefði verið gott fyrir bankann að fá myndir í erlend blöð af engu panikki.

Annars var ég að horfa á fyrstu 4 þættina í Entourage í fimmtu seríunni og þeir lofa góðu. Mikil spenna í gangi. Johnny Drama lætur næstum reka sig úr þættinum sínum því hann vill ekki láta mynda hægri hliðina sína. Algjört gull. Hverjum er ekki sama með íslenska markaðinn og gengið og krónuna á meðan Entourage heldur áfram að skemmta okkur.

0
Posted on 29. September 2008 by Árni Torfason