Windows auglýsingarnar með Bill Seinfeld

Það er mikið rætt um nýja auglýsingaherferð frá Microsoft Windows sem skartar þeim Bill Gates og Jerry Seinfeld. Þær eiginlega meika bara ekkert sens. Í fyrri auglýsingunni er Bill Gates að kaupa sér skó og Jerry Seinfeld aðstoðar hann. Jerry Seinfeld spyr hvort það verði gerðar tölvur sem er hægt að borða um leið og maður vinnur í þeim. Bill Gates svarar játandi með því að hrista á sér rassinn.

Í seinni videoinu eru þeir Bill og Jerry að prufa að búa hjá almúganum. Eru síðan sakaðir um þjófnað sem þeir báru ekki ábyrgð á. Og svo dansar Bill Gates vélmennadans að beiðni Seinfelds.

Það verður allavega gaman að sjá hvað kemur næst frá þeim. Mér finnst þetta afskaplega sniðugt en fólk virðist vera á móti þessu.

0
Posted on 18. September 2008 by Árni Torfason