Herra Misheppnaður!

Ég held að það sé kominn nýr arftaki misheppnaðasta manns Íslands sem hérna áður fyrr var Kristinn Björnsson skíðakappi sem yfirleitt datt í hverju einasta móti sem hann tók þátt í. Hinn nýji “herra misheppnaður” er enginn annar en Benedikt LaFleur sem er gjörsamlega með kúkinn upp á bak varðandi sjósundið sitt. Eins og flestir vita þá synti maður að nafni Benedikt yfir Ermasundið nú fyrir skemmstu. Það var samt ekki sami Benedikt og hefur reynt áður. Sem sagt sitt hvor Benediktinn. Benedikt LaFleur reyndi að synda í kringum Reykjavík 2006 sem undirbúning fyrir Ermasundið en tókst ekki. Síðan reyndi hann við Ermasundið 2006, 2007 og 2008 og alltaf mistókst honum. Hann hefur einnig tvisvar sinnum reynt við Drangey en viti menn, mistókst. Tók saman nokkrar fyrirsagnir á þeim ágæta vef visir.is sem lýsir þessu nokkuð vel.

 • Hætti sjósundi í myrkri og lélegu skyggni (13.ágúst 2006)
 • Lagði árar í bát (13.ágúst 2006)
 • Þurfti að hætta við sund yfir Ermasundið (7.september 2006)
 • Gæti þurft að hætta við sundið (8.júlí 2007)
 • Náði ekki að synda yfir Ermasundið (9.júlí 2007)
 • Benedikt hálfnaður með Drangeyjarsundið (5.september 2007)
 • Benedikt hættur Drangeyjarsundi vegna erfiðra aðstæðna (5.september 2007)
 • Hættir við Ermasundið – aftur (25.júní 2008)
 • Benedikt LaFleur reynir við Ermasund í þriðja sinn (25.júní 2008)
 • Lafleur gafst upp (30.júní 2008)
 • Ellilífeyrisþegi yfir Ermarsund en Benedikt ekki (1.júlí 2008)
 • Benedikt hætti við Drangeyjarsund vegna kulda (31.júlí 2008)

Þetta verður seint talinn frábær árangur hjá kappanum. Spurning að byrja á því að reyna að taka kannski 5 ferðir fram og til baka í Árbæjarlauginni áður en hann tapar meira?

0
Posted on 31. July 2008 by Árni Torfason