18 holur og 2 fuglar

Skellti mér 18.holur hérna á Grafarholtsvelli í morgun. Áttum pantaðan tíma, ég og Óðinn, klukkan 9:30. Það var frekar mikill lúxus á okkur þar sem Óðinn var búinn að panta golfbíl þegar ég mætti á svæðið. Þannig að við brunuðum um svæðið eins og óð kind upp og niður hæðir. Spiluðum með þeim Erling og Heiðdísi sem voru afar hress. Mismunandi hvað maður lendir með góðu fólki. Það sem helst stóð upp úr voru tveir fuglar sem ég náði á 4.holu og 16.holu. Setti niður svona 7-10m pútt þar ofaní. Svo var líka ansi eftirminnilegt þegar ég skaut í stein og boltinn flaug svona 10cm frá því heilagasta. Það hefði líklegast eitthvað dottið af mér ef boltinn hefði lent þar sem hann átti ekki að lenda. Fékk 33 punkta á þessum hring fyrir þá sem skilja punkta.

Þetta var í fyrsta skiptið sem ég spilaði Grafarholtið og líkaði afar vel við. Nú er bara að sækja um og bíða í 3 ár eftir inngöngu sem virðist vera málið. Nema að maður nái að redda sér með einhverju megamixi. Þannig að ef það er einhver að lesa þetta sem á Grafarholtsvöllinn þá má hinn sami hringja í mig og við finnum út úr þessu.

0
Posted on 31. July 2008 by Árni Torfason