MyndavélaEXTRAS

Nú kemur það fyrir að í sjónvarpsþáttum er eitthvað um að vera sem þarfnast að sé ljósmyndað. Þá eru fengnir greinilega einhverjir aukaleikarar til að leika ljósmyndara. Hefur alltaf pirrað mig rosalega mikið hvernig þessir aukaleikarar kunna ekki að leika. Eru svo langt frá því að líta út fyrir að vera alvöru ljósmyndarar að það er alveg skelfilegt. Er að horfa á The Wire og þar átti einn aukaleikarinn ansi gott múv. Hún hélt um linsuna með hægri hönd og þóttist vera að taka myndir með vinstri. En eins og flestir vita þá snúa myndavélar akkúrat öfugt. Takkinn til að taka mynd er hægra megin á vélinni. Held að þetta sé það fyndnasta sem ég hef séð í aukaljósmyndaraleik. Hún ætti auðvitað skilið að fá Emmy fyrir þetta.

0
Posted on 29. July 2008 by Árni Torfason