Myspace.com/Latin America

Sjitturinn. Ég nota myspeisið mitt afskaplega lítið. Fór þarna inn um daginn og sá að það var allt orðið spænskt. Veit ekkert afhverju það gerðist. Greinilega verið að færa vefinn yfir á hin og þessi mál og fólk frá Íslandi hlýtur að tala spænsku eins og vindurinn. Ég gjörsamlega gat ekki fundið “English” flipann eða textann þannig að þetta er búið að vera á spænsku í góðan tíma hjá mér. Yfirleitt þegar það eru svona tungamálamix á síðum þá er þetta efst uppi eða neðst í horninu svo það sé auðvelt að finna þetta. En Myspace.com getur ekki verið eins og allir aðrir. Þetta var bara venjulegt letur einhvers staðar inni í miðju draslinu.


Svona lítur þetta út allt á spænsku. Afar hresst.

Ég fann þetta á endanum þannig að ég er ánægður að skilja eitthvað sem er að gerast þarna. Þrátt fyrir að nýja myspace-ið sé augljóslega Feisbúkk. Yfir og út í bili.

0
Posted on 27. May 2008 by Árni Torfason