Árni þreyttur

Ég var á fótum lengi í nótt. Ætlaði mér svo bara að sofa til svona 15-16 en að sjálfsögðu klikkaði það. Það var hringt frá mogganum klukkan 11 og það vantaði aðstoð á ljósmyndadeildina. Mikið að gera. Er búinn að vera að mynda í allan dag. Tek svo smá sprett á myndborðinu frá 20-21. Svo er planið að kíkja til hennar Brynju. Hugsa að ég fái mér ekkert að súpa í kvöld. Spari mig bara fyrir morgundaginn. Ég ætla að kíkja niður í bæ í nótt og mynda smá fyrir Fólkið. Svo verður dagurinn tekinn snemma á morgun. Verð á vakt allan morgundaginn og fram á kvöld hugsa ég. Bara þangað til að allar tökurnar eru búnar. Eins og staðan er núna þá verður síðasta takan klukkan 18. Þannig að ég ætti að vera búinn fyrir klukkan 20 að ganga frá öllu. En það gæti eitthvað bæst við á morgun. Sjáum hvað setur.

0
Posted on 31. October 2003 by Árni Torfason