World Idol

Ég ákvað að horfa á World Idol þáttinn sem var á stöð 2. Komu sem sagt sigurvegarar frá hinum og þessum þjóðum.

Fyrstur á svið var keppandi frá Þýskalandi sem hét Alexander Klaws. Hann hélt uppi heiðri Þjóðverja… og þegar ég segi heiðri þá meina ég eitthvað allt annað. Alveg var þessi strákaumingi lélegasti söngvari sem ég hef nokkurn tíman heyrt í. Ég er ekki frá því að Helgi í íslenska Idol sé betri en hann… og þá er nú mikið sagt skal ég segja ykkur.

Á eftir Þjóðverjanum kom Guy Sebastian frá Ástralíu. Hversu týpískt nafn er Guy á Ástrala? Hann söng helvíti vel barasta og var með svona doldið sérstaka rödd. Ekki þessi týpíski strákasöngvari. Veit ekki alveg með útlitið á honum. Það er eins og hann sé hálfur asíubúi og hálfur Gremlings. Ég er ekki frá því að ég hafi séð honum bregða fyrir í fyrstu Gremlings myndinni.

Diana Karzon, frá Jórdaníu, söng á ebelneskísku eða einhverju álíka. Erfitt að dæma hvort hún hafi hæfileika. Hún er allavega ekki að fara að vinna þetta helvíti skal ég segja ykkur.

Á eftir skrítnu stúlkunni steig á svið Jamai Loman og hvað í andskotanum hann var að gera þarna veit enginn. Ekki einu sinni mamma hans sem er frekar slæmt. Hann er Niðurlendingur.

Heinz Winckler frá Suður Afríku var bara ömurlegur. Söng I Don’t Wanna Miss a Thing. Ekki frá því að hann sé betur geymdur í poka ofan í holu.

Svo var komið að pólska dverginum, Alex. Hún sannaði þá kenningu mína að Pólverjar eru í ruglinu. Hún og pólski dómarinn voru eitthvað skrítin bara. Hann var alltaf eitthvað að eipa hvað allir væru lélegir og var greinilega búinn að semja svona nett ljótan texta um hvern og einn. Hann ætlaði að reyna að vera svona kúl vondi gaurinn. En í staðinn varð hann bara fíflið í ljóta jakkanum frá Póllandi. Kannski var Hitler ekki svo vitlaus eftir allt saman?

Ryan Malcolm kom alla leiðina frá Kanada. Við vitum öll að Kanada er mis land. Þannig að það kýs hvort sem er enginn þá.

Kelly Clarkson þekkja allir held ég. Hún er sæt og syngur vel. Hún er líklegur sigurvegari. Enda búin að sanna sig sem stjarna með því að selja alveg heilan helling.

Peter Evrard frá Belgíu er engin poppstjarna. Hann er hins vegar mjög frægur því ég er viss um að hann sé Dýrið… sem sagt úr Fríðu og Dýrinu. Hann tók lag með Nirvana. Ekki beint kúl að taka lag með Nirvana í Pop Idol keppni. Þar sem Kurt og félagar voru algjör andstaða poppstjarna þegar þeir voru og hétu. Enda fékk hinn síðhærði að heyra það frá dómurum.

Will Young var að keppa fyrir hönd Bretlands og hann tók eitthvað lag. Man ekki alveg. Hann var allavega hrikalega s-mæltur. Mér fannst hann frekar slappur en hann hlýtur að geta betur því hann er búinn að selja mest af öllum sem hafa unnið þessa keppni.

Síðastur í röðinni var piltur frá Noregi sem hét og heitir Kurt Nilsen. Hann tók lag með U2 og hann var helvíti góður… og helvíti ljótur. Hann myndi vinna þetta ef allir sem kysu væru blindir.

Þeir 3 sem ég tel líklegastir til sigur eru Kelly Clarkson, Ástralinn Guy Sebastian og norrarinn Kurt Nilsen.

Það voru ótrúlega margir þarna bara viðbjóðslega lélegir og alveg hreint ótrúlegt að þeir hafi sigrað keppnina í sínu landi. Bara skil ekki. En svona er þetta.

0
Posted on 26. December 2003 by Árni Torfason