Herra Fyndinn

Ein af betri jólagjöfunum mínum í ár var ekki stór. Fékk bókina “Herra Fyndinn”. Djöfull man maður eftir Herra bókunum sem maður elskaði þegar maður var yngri. Hérna kemur smá brot úr bókinni:

“Eftir matinn ákvað Herra Fyndinn að fara í ökuferð á bílnum sínum. Bíllinn hans herra Fyndins var skór! Hefur þú nokkurn tímann séð bíl sem líkist skó? Það er afar fyndin sjón að sjá.”

“Herra fyndinn ók hjá svíni sem stóð þar í túni. Svíninu fannst herra Fyndinn í fyndna bílnum sínum það fyndnasta sem það hefði nokkurn tímann séð. Það hló næstum af sér rófuna.”

“Gíraffinn hló svo mikið að hálsinn á honum hljóp næstum í hnút. Og flóðhesturinn hló næstum af sér húðina. Og mörgæsirnar hlógu svo að vængstubbarnir hristust næstum í hlaup. Og hlébarðinn… ja, þú hefðir nú átt að sjá hann… Hann hló svo dátt að hann hló næstum blettina af sér. Þvílík hringavitleysa!”

“Seinna þegar herra Fyndinn kom heim hló hann með sjálfum sér: “Jæja þá,” sagði hann “þá er enn einn fyndnidagurinn liðinn.” Svo lagði hann skónum sínum og fór inn í teketilinn sinn. Og þar sem hann var orðinn þyrstur þá fékk hann sér…

… vænan bolla af glóðvolgri köku!”

0
Posted on 26. December 2003 by Árni Torfason