Áramótin

Var að fá síðbúið jólakort dulbúið sem áramótakort. Alltaf gaman að fá kort. Og sértsaklega ef það er frá myndarlegri ungri stúlku ;)

Svo nálgast áramótin bara. Allir eru byrjaðir að gera sér vonir um að eitthvað frábært gerist. Og það vill oftar en ekki enda svo að flest allir verða fyrir vonbrigðum. Ég veit ekki alveg við hverju fólk er að búast. Kannski að það fari að rigna demöntum eða ég veit bara ekki hvað. Það gera allavega allir sér allt of miklar vonir sem er ekki sniðugt. Því þá verður maður bara fyrir vonbrigðum. Og það er ekki skemmtilegt skal ég ykkur segja.

Áramótin verða held ég samt fín í ár. Ég og Páll e. verðum mjög líklega hérna í góðu tjilli eitthvað fram eftir kveldi. Svo vitum við ekki hvað gerist um kveldið. Eitthvað gott hugsa ég.

0
Posted on 28. December 2003 by Árni Torfason