Dvergkótilettur

Það var snjór í gær. Fór í smá göngutúr um árbæinn og smellti nokkrum myndum. Hélt ég ætlaði aldrei að komast aftur heim því ég var svo latur að labba í snjónum. Þetta hófst samt á endanum. Rétt fyrir sjö kíkti ég aðeins til Bjartmars þar sem hann og Páll voru búnir að tapa sér í snjóhúsagerð. Voru líka í einhverjum námuleik eða eitthvað álíka. Skildi ekki alveg. Ég lét mig hverfa þegar þeir voru farnir að fækka fötum inni í snjóhúsinu. Veit ekki alveg hvað þeir voru að pæla. Annar hvor þeirra hafði séð einhvern svona extreme survæval þátt og þá var sagt að maður ætti að fækka fötum inni í snjóhúsinu. Eða þá að Bjartmar var að lúra Pellö í eitthvað.

Ég fór í mat til Ásu og Habib eftir snjóhúsahelvítið. Ávalt rugl góður matur á þeim bænum skal ég segja ykkur. Ekki frá því að ég hafi borðað á mig gat. Eða svona næstum því. Ok… ekki einu sinni næstum því.

Ég og Páll kíktum svo til Brynju og spiluðum við hana og Birtu. Fyrst Party & co. og svo Mr. and Mrs. Ekki sáttur við tap okkar Páls og tók hann á sig alla sökina á ósigri okkar.

Planið í dag er að borga reikninga og ganga frá hinum ýmsu málum. Svo reynir maður að gera eitthvað sniðugt í kvöld hugsa ég.

0
Posted on 30. December 2003 by Árni Torfason