Popp Tíví

Mér varð litið á Popp Tíví þar sem er eitthvað svona áramótahelvíti. Núna er einhver gaur með taggl að segja að Davíð Oddson ráði borginni því að tala Davíðs er 22. Og 2+2 eru fjórir. Og Reykjavík er 4. Það meikar ekkert sens hvað kauði er að segja. Hann segir að talan 5 sé óstöðug. Segir að við séum eins og krakkar sem hámum í okkur nammi. Og Svali og hinn asnalegi gurinn hlæja að honum og þykjast skilja.

Hann er að segja að árið verði ekki nógu gott því að 11 er mastertala. Við erum ekki búin að vera að sá síðustu árin. 11. september ef við tökum dæmi. Svo fór hann að tala um að við fáum töluna 5 og það er slæmt.

Hann er ekki sammála að einhver hafi vitað af árásunum 11. september. Því þá hafði einhver sagt. Hahahahha… gaurinn er að segja að ef bandaríkin hefðu vitað af árásunum þá hefðu þeir rímt turnana. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í það að tjá mig um 11. september.

Hann segir að suðurlandsskjálftinn sé að koma. Hann segir að þetta sé nær okkur. Kannski Bláfjöll. Hann er að stimpla á Kötlu 2007. Hann ætlar að koma af stað eldgosi ef hún gerir það ekki sjálf. Hann segir að Hafnarfjörður fari undir hraun þegar það gýs í bláfjöllum.

Ég myndi segja að þessi þáttur á popp tíví sé að tapa.

0
Posted on 31. December 2003 by Árni Torfason