Er fólk með kúk í staðin fyrir heila

Núna er úrslitadótið í Survivor Africa. Og einhver tjelling hélt ræðu um hvað þau sem voru í úrslitum væru leiðinleg og mikil fífl og var hálf grátandi. Væntanlega af því að hún tapaði bara. Og svo bað hún þau um að velja sér tölu á milli 1-1000. Gamla konan byrjaði að sína gáfur sína með því að velja töluna 3. Ertu alveg með ullandi kúkinn kona? Auðvitað velurðu 500 svo að þú eigir sem mestan möguleika að vera nálægt réttu tölunni. Þá væri sjálfsagt fyrir hinn gaurinn, Ethan, að velja töluna 4 því þá er hann öruggur með að vera næstur tölunni á meðan talan væri ekki frá 1-3. Sem sagt hann hafð 997 tölur. En neinei… hann valdi töluna 800 og eitthvað. Fólkið þarna veður ekkert í gáfunum greinilega.

0
Posted on 29. January 2004 by Árni Torfason