Archive

for February, 2014

2013 - Íþróttamynd ársins
LJÓSMYNDUN

Sýning blaðaljósmyndara í 10 ár

Ég tók fyrst þátt í sýningu blaðaljósmyndara árið 2003. Kom mér hressilega á óvart að það ár fékk ég verðlaun fyrir Þjóðlegustu myndina. Sú mynd var tekin á 17.júní og það var grenjandi rigning. Fjölskylda sat í hóp með regnhlífar og bleikan kandíflos. Vissi held ég ekki af því að það væru veitt verðlaun fyrir þjóðlegustu myndina en myndin var svo sannarlega þjóðleg. Árið eftir fékk Þorvaldur Örn Kristmundsson mig til að aðstoða hann við sýninguna þar sem hann var formaður og ég tók að mér hlutverk sýningarstjóra. 2004 og 2005 var ég sýningarstjóri og tók svo við embætti formanns blaðaljósmyndarafélagsins 2006 og var til 2008. Fyrir Myndir Ársins 2004 þá var ákveðið að gefa út bók með myndunum sem voru á sýningunni í fyrsta skipti. Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi að það var hugmynd Þorvaldar að byrja með bókina. Bókin flakkaði aðeins á milli mismunandi útgáfuaðila næstu árin en svo var það 2009 þegar ég stakk upp á því við Tómas hjá Sögum hvort það væri ekki tilvalið að taka það að sér að gefa út bókina. Frá 2009 hef ég séð um umbrot á bókinni og eru þær orðnar núna 5 talsins. Hægt að versla þær ef þið hafið áhuga hjá Sögum útgáfu. Hver veit nema að ég sannfæri Sögur um að búa til einhvern pakka með 5 bókum á einhverju stórkostlegu verði fyrir næstu jól.

Hérna er listi yfir þær myndir sem ég hef fengið verðlaun fyrir á þessum 10 árum sem ég hef tekið þátt í sýningunni.

2003 - Þjóðlegasta myndin2003 – Þjóðlegasta myndin.

2005 - Íþróttamynd ársins

2005 – Íþróttamynd ársins

2006 - Landslagsmynd ársins

2006 – Landslagsmynd ársins

2006 - Mynd ársins

2006 – Mynd ársins2013 - Íþróttamynd ársins

2013 – Íþróttamynd ársins

 

 

Posted on 17. February 2014 by Árni Torfason Read More